Laugardaginn 11. janúar 2020 kl. 13.00 verður opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi fyrsta samsýning myndlistarhópsins Flæðis sem í eru átta konur.
Meirihluti hópsins hefur mikla tengingu við Borgarfjörðinn, ein býr þar og margar eiga sumarhús á svæðinu sem oft er uppspretta listrænna myndefna sem sést í mörgum verkum á sýningunni. Á opnunardaginn verður Safnahúsið opið til kl. 16:00 en sýningin verður síðan opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 18:00 og stendur til 18. febrúar nk.
Á ljósmyndinni eru konurnar átta. Í aftari röð f.v. Sesselja Jónsdóttir, Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir, Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir og Sigríður Ásgeirsdóttir. Fremri röð f.v.: Svanheiður Ingimundardóttir, Rósa Traustadóttir og Guðrún Steinþórsdóttir.
Myndina tók Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir.
Þess má einnig geta að vetrardagskrá myndamorgna er nú hafin í Safnahúsinu, en þar eru gestir beðnir að greina ljósmyndir fyrir Héraðsskjalasafnið. Fyrsti myndamorguninn var fimmtudaginn 9. janúar s.l.