Sveitarstjórn kallar íbúa til samráðs

apríl 15, 2013
Mánudaginn 15 apríl verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti.Fundurinn hefst kl.18.00.
Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að fundarmenn skipta sér í þrjá hópa eftir málefnum og ræða hvað megi betur fara varðandi; þjónustu Borgarbyggðar við íbúa, atvinnu- og menningarmál og umhverfismál. Í öllum hópunum verða fulltrúar úr sveitarstjórn sem taka þátt í umræðunum.
Tilgangurinn með fundinum er að kalla eftir samráði við íbúa og ræða það sem betur má fara í starfsemi sveitarfélagsins. Í þjónustukönnun Capacent sem gerð var meðal íbúa haustið 2012 kom fram að íbúar höfðu ýmsar ábendingar varðandi starfsemi sveitarfélagsins og hugmyndir um verkefni sem hrinda þyrfti í framkvæmd. Nú er tækifærið til að ræða þess hluti.
Sveitarstjórn hvetur íbúa til að mæta og taka þátt í fjörlegum umræðum um málefni sveitarfélagsins.
Boðið verður upp á súpu og brauð. Allir velkomnir.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
 
 

Share: