Fulltrúar frá Búnaðarfélagi Mýramanna mættu á fundi sveitarstjórnar í gær, 10. janúar, og þökkuðu fyrir afgreiðslu á
erindi um lýsingu í dreifbýli sem var til umfjöllunar hjá sveitarstjórn fyrir jól.
Færðu þeir sveitarstjórn tvö kerti, annað mýrarrautt og hitt hvítt sem þeir vonuðu að myndu lýsa henni í störfum. Einnig afhentu þeir sveitarstjórn kort (sjá hér að neðan). Það var Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar sem tók við kortinu.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir