Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar handsamaði svartan og hvítan kettling í heimahúsi við Böðvarsgötuna í Borgarnesi sunnudagskvöldið 4. maí. Kötturinn er ómerktur og ekki á skrá hjá Borgarbyggð. Eigandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson gæladýraeftirlitsmann í síma 8681926 eða 4351415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 4337100 á opnunartíma ráðhússins. Ef einhver lesandi heimasíðunnar þekkir til kettlingsins er sá beðinn að koma upplýsingunum til eiganda. Samkvæmt reglum Borgarbyggðar um gæludýrahald verður kötturinn aflífaður eftir tvo sólarhringa ef eigandi gefur sig ekki fram eða einhver viljugur til að taka hann í fóstur.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir