Framkvæmdir hafa staðið yfir við sundlaugina í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum í vor.
Saunatunnu hefur verið komið fyrir á sundlaugasvæðinu í Borgarnesi. Einnig hefur kaldi potturinn verið endurnýjaður og vaðlaugin einnig. Þrír heitir pottar eru við sundlaugina, einn með sérstöku kraftnuddi og iðulaug með frábæru nuddi. Í Borgarnesi er að auki innilaug, eimbað beint úr Deildartunguhver og góð sólbaðsaðstaða þegar sólin lætur sjá sig.
Heiti potturinn hjá sundlauginni á Kleppjárnsreykjum hefur verið endurnýjaður og er öll aðstaða hin besta við sundlaugina. Meðal annars er þar salur til íþróttaiðkana til útleigu fyrir almenning, gufubað og tækjasalur.
Dúkurinn á sundlauginni á Varmalandi var endurnýjaður í fyrra. Á Varmalandi má einnig finna sal til íþróttaiðkana, gufubað og tækjasal.
Opnunartími sundlauga í Borgarbyggð má nálgast hér