Sumarvinna unglinga og ungmenna farin af stað

júní 9, 2009
Atvinnuátak framhaldsskólanema sem hófst í síðustu viku fer vel af stað og mikið fjör við úthringingar á skoðanakönnunum sem unnar eru fyrir Viðskiptaháskólann á Bifröst í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi.
Vinnuskóli Borgarbyggðar var settur í gær í Félagsmiðstöðinni Óðali. Nemendur skólans eru óvenjumargir í ár og setja nú þegar svip sinn á bæjarlífið í Borgarnesi með hreinsun og fegrun umhverfisins. Vinnuskólinn er einnig rekinn á Bifröst, í Reykholti og á Hvanneyri.
Myndirnar tala sínu máli.
 

Share: