Áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir 17 ára ungmenni sem eru með lögheimili í Borgarbyggð.
Störfin felast í fegrun umhverfis; Gróðursetningu, gróðurumhirðu og fjölbreyttum verklegum framkvæmdum.
Hæfni:
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Stundvísi
Umsóknarfrestur er til og með 3.júní nk.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri á netfanginu ingibjorg@borgarbyggd.is. Sótt er um störfin á þjónustugátt Borgarbyggðar.
Ráðningartími er að hámarki tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 1. júní til 31. ágúst nk. Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu og verði 17 ára á árinu. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.