Sumarstarf á fjölskyldusviði Borgarbyggðar

mars 25, 2021
Featured image for “Sumarstarf á fjölskyldusviði Borgarbyggðar”

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að sumarstarfsmanni við skrifstofustörf .

Erum við að leita að þér?

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

Starfið felst í almennum skrifstofustörfum og sérhæfðari störfum á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og skólaþjónustu svo sem svara erindum, móttaka tilkynninga og umsókna og setja í viðeigandi ferli sem og skönnun skjala.

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Gerð er krafa um stúdentspróf
  • Reynsla af almennum skrifstofustörfum æskileg
  • Einstök samskiptahæfni og þjónustulund
  • Skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfstímabil: Frá 1. maí til 31. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi.

Starfssvið: Fjölskyldusvið 

Umsóknarfrestur er til og með: 8. apríl 2021.

Umsókn skal senda á netfangið: atvinna@borgarbyggd.is

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.  Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga  við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar  um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri og Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 433 7100.


Share: