Sumar- og afleysingastörf 2004

mars 17, 2004
Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð sumarið 2004.
 
Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkvæmt launatöflu SFB.
Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnipróf sundstaða. Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 11.
Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á bæjarskrifstofu eða í síma 437-1224.
 
Störf við sundlaug og tjaldstæði á Varmalandi.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaug, tjaldstæði og umsjón þeirra, auk þrifa, afgreiðslu o.fl.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkvæmt launatöflu SFB.
Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnipróf sundstaða.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknir berist til Rekstrarskrifstofu Varmalands 311 Borgarnesi.
Nánari upplýsingar gefur Kristín Siemsen rekstrarstjóri í síma: 430-1521.
 
Flokksstjórastörf við Vinnuskóla Borgarbyggðar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
Umsækjendur þurfa að hafa gott lag á að stjórna unglingum.
Um er að ræða leiðbeinendastörf þar sem reynir á að viðkomandi haldi uppi aga og reglum, kenni rétt vinnubrögð og hafi lag á að láta unglinga vinna að fjölbreyttum og krefjandi störfum í Borgarnesi og nágrenni. Laun samkvæmt launatöflu SFB.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 11.
Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 437-1224.
 
Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k.
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Rekstrarstjóri Þinghamars

Share: