Sumarhátíð í Klettaborg

júní 22, 2020
Featured image for “Sumarhátíð í Klettaborg”

Það var líf og fjör í Klettaborg í síðustu viku en árlega sumarhátíð leikskólans fór fram þriðjudaginn 16. júní. Veðrið var á heildina litið gott yfir daginn en regngallarnir voru alsráðandi fyrir hádegi. Eftir hádegi fór sólin að skína og gátu þá allir farið léttklæddari út að leika sér.

Í þetta skipti var ákveðið að hafa sullu- og froðuþema í útiverunni þar sem börnin gátu valið úr mismunandi sullustöðvum; vatnsrennibraut, froðusull, sápukúlur, brunaslanga og fleira gaman sem vakti mikla lukku og kátínu.

Auk þess var Íslandsþema í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Börnin bjuggu til kórónur í tilefni dagsins og það var slegið upp í pulsupartý í hádeginu.

Góður og skemmtilegur dagur í Klettaborginni.Share: