Í sumar hefur Borgarbyggð staðið fyrir námskeiðum fyrir börn á aldrinum 5 – 13 ára í samstarfi við UMSB. Námskeiðin eru haldin í Borgarnesi og á Hvanneyri. Boðið er uppá keyrslu fyrir börn frá GBF-Varmalandi og frá GBF-Kleppjárnsreykjum. Hefur þátttaka verið góð og börnin skemmt sér vel á námskeiðum um t.d. listir, náttúruna, vísindi, útivist og íþróttir, sjá nánar hér. Um Sumarfjör 2017
Einnig hefur þátttaka ungmenna í Vinnuskólanum verið góð. Í fyrsta skiptið er nemendum í 7. bekk boðin vinna í tvær vikur í sumar. Að öðru leyti er Vinnuskólinn fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða, námi í grunnatriðum við almenna vinnu, stundvísi, meðferð og frágang áhalda og tækja ásamt þjálfun í að fara eftir fyrirmælum og samstarfi. Umsögn er gefin í lok vinnuskólans, sjá nánar hér Um Vinnuskóla Borgarbyggðar