Sumarfjör eldri borgara í Borgarbyggð – dagskrá 20.- 30. júlí

júlí 21, 2020
Featured image for “Sumarfjör eldri borgara í Borgarbyggð – dagskrá 20.- 30. júlí”

Borgarbyggð minnir á að félagsstarf aldraða að Borgarbraut 65a er opið í allt sumar. Eftir inniveru og einangrun vegna Covid-19 faraldursins er líklega kærkomið fyrir marga að geta tekið þátt í félagsstarfi í góðum félagsskap.

Það verður margt um að vera næstu daga og vikur, meðal annars verða tónlistaratriði í hádeginu alla miðvikudaga. Gaman er að segja frá því að söngkonan Diddú ætlar að koma og flytja vel valin lög á morgun, miðvikudaginn 22. júlí.

Vakin er athygli á því að sá möguleiki er fyrir hendi að fá akstur í félagsstarfið ef einstaklingar eiga erfitt með að komast. Best er að hafa samband við ferðaþjónustuna í síma 862-6164 og óska eftir akstri. 

Dagskrá dagana 20.-30. júlí er sem hér segir:

Mánudagur 20.07

  • 10:30 Boccia
  • 13:30 Sundferð

Þriðjudagur 21.07

  • 10:30 Létt ganga
  • 11:00 Stólaleikfimi (Guðrún Karítas stýrir)
  • 14:30 Geirabakarí

Miðvikudagur 22.07

  • 10:30 Boccia
  • 13:00 Hádegistónleikar. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur nokkur lög

Fimmtudagur 23.07

  • 10:30 Létt ganga
  • 11:00 Stólaleikfimi (Guðrún Karítas stýrir)
  • 13:00 Spil

Föstudagur 24.07

  • 10:30 Létt ganga

Mánudagur 27.07

  • 10:30 Boccia
  • 13:30 Sundferð

Þriðjudagur 28.07

  • 10:30 Létt ganga
  • 11:00 Stólaleikfimi (Guðrún Karítas stýrir)
  • 13:30 Sveitaferð, Ullarselið Hvanneyri-skráning nauðsynleg í s. 8411141

Miðvikudagur 29.07

  • 10:30 Boccia
  • 13:00 Hádegistónleikar. Theodóra Þorsteinsdóttir með söngstund
  • 13:30 Bingó/Spilabingó

Fimmtudagur 30.07

  • 10:30 Létt ganga
  • 11:00 Stólaleikfimi (Guðrún Karítas stýrir)

 

 


Share: