Sumaráætlun Strætó tekur gildi þann 7. júní.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Leið 57 – Keyrir tvær ferðir til og frá Akureyri alla daga, einnig á laugardögum.
Leið 58 – Keyrir tvær ferðir á dag alla daga.
Leið 81 – Keyrir einungis mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.
Leið 82 – Keyrir alla daga og í sumum ferðum til Arnarstapa líkt og sumarið 2014.
Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is og í síma 540 2700