Tónleikar verða haldnir í Borgarneskirkju næstkomandi þriðjudag, 27. október kl. 18:00.
Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar standa fyrir tónleikunum og eru þeir til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Krabbameinsfélags Borgarfjarðar en baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög.
Síðastliðinn vetur stóðu nemendur Tónlistarskólans á Akranesi fyrir tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og á þeim tónleikum var boltanum varpað yfir til Borgarbyggðar með áskorun um að halda verkefninu áfram. Tónlistarskóli Borgarfjarðar lætur ekki sitt eftir liggja við að leggja málefninu lið. Boltanum verður svo varpað áfram til næsta bæjarfélags. Standa vonir til að verkefninu verði vel tekið og að íbúar fjölmenni á tónleikana.
Allir velkomnir!