
Hollvinasamtök Englendingavíkur vegna lagfæringa á gömlu verslunarhúsunum í Englendingavík: 400.000 krónur
Sólarorka/Páll Björgvinsson arkitekt vegna lagfæringa á gamla mjólkursamlagshúsinu við Skúlagötu í Borgarnesi: 1.000.000 krónur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar fulltrúi Hollvinasamtaka Englendingavíkur og Páll Björgvinsson tóku við styrknum. Á efri myndinni eru (frá vinstri): Jenný Lind Egilsdóttir, stjórnarmaður í stjórn Húsaverndunarsjóðs, Bjarni Helgason formaður sjóðsins, Ingibjörg Hargrave frá Hollvinasamtökunum Englendingavíkur og Sigríður Björk Jónsdóttir stjórnarmaður. Á neðri myndinni er Páll Björgvinsson til vinstri og Bjarni Helgason til hægri. Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir.