Skipulagsauglýsingar 2007-05-14

maí 14, 2007
Fyrir liggja tillögur að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu við Bifröst, hreinsistöð fráveitu á Hvanneyri og hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Þá liggur fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykholts 1986-2006 og tillaga að deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Reykholt, Borgarbyggð. Hver sá sem hefur athugasemdir við tillögurnar skal gera það skriflegar og senda þær á framkvæmdasvið Borgarbyggðar, Ráðhúsinu Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu við Bifröst

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða deiliskipulag lóðar undir hreinsistöð fráveitu. Lóðin er staðsett suð-austan megin við þjóðveginn að Bifröst.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 16.05.2007 til 14.06.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29.06.2007.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu á Hvanneyri

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða deiliskipulag lóðar undir hreinsistöð fráveitu. Lóðin er staðsett suð-vestan við skeiðvöllinn, norðan megin við Ásveg á Hvanneyri.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 16.05.2007 til 14.06.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29.06.2007.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu á Varmalandi

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða deiliskipulag lóðar undir hreinsistöð fráveitu. Lóðin er staðsett norð-vestan við jörðina Laugarland, Varmalandi.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 16.05.2007 til 14.06.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29.06.2007.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykholts 1986-2006 og tillaga að deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Reykholt

A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykholts 1986-2006
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykholts samkvæmt 1.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997. Í breytingartillögunni felst að gert er ráð fyrir lóð fyrir hreinsistöð fráveitu neðan þjóðvegar gegnt skógræktarreit og breyta landnotkun frá því að vera opinn (óbyggð) svæði í iðnaðarsvæði. Einnig að á svæði fornminja verði heimilt að útbúa minjagarð.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 16.05.2007 til 14.06.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29.06.2007.
 
B. Tillaga að deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Reykholt
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða deiliskipulag lóðar undir skólphreinsistöð . Lóðin er staðsett sunnan þjóðvegar við Reykholt.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 16.05.07 til 14.06.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29.06.2007.
 

Share: