Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála 2008

mars 13, 2008
Tómstundaráð Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfs fyrir árið 2008. Um styrki geta sótt þau félög og aðilar sem sinna íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsóknir og fylgirit þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggðar fyrir föstudaginn 4. apríl næstkomandi. Hér má nálgast frekari upplýsingar.
 

Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir

Share: