Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2012

febrúar 23, 2012
Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna greiðslu fasteignaskatta. Félög og félagasamtök sem starfa að t.d. mannúðar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum geta sótt um styrki vegna fasteigna þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Nánari upplýsingar er að finna í reglum um styrkina, sjá hér. Auglýsingu má sjá hér og umsóknareyðublað hér. Reglurnar og umsóknareyðublöðin liggja sömuleiðis frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Umsóknum þarf að skila til fjármálafulltrúa Borgarbyggðar fyrir 15. apríl 2012.
 

Share: