Stýrihópur tekur til starfa

ágúst 7, 2020
Featured image for “Stýrihópur tekur til starfa”

Þegar markaðsstefnumótun Borgarbyggðar var kynnt fyrr í sumar var ákveðið að fara strax af stað með innleiðingarferlið. Í júlí skipaði byggðarráð stýrihóp sem mun leiða áframhaldandi vinnu. Stýrihópurinn samanstendur af Lilju Björgu Ágústsdóttur, forseta sveitarstjórnar, Guðveigu Lind Eyglóardóttur, sveitarstjórnarfulltrúa, Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, Maríu Neves, verkefnastjóra og Haraldi Daða Ragnarssyni frá Manhattan.

Stýrihópurinn fundaði í fyrsta skipti núna s.l. þriðjudag. Á þeim fundi var ákveðið að fyrsta verkefni hópsins væri að forgangsraða þeim atriðum sem komu fram í niðurstöðum stefnumótunarinnar. Markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Borgarbyggð má finna hér.

Stýrihópurinn mun koma saman reglulega næstu mánuði.


Share: