Stuttmyndagerð

janúar 20, 2005
29 unglingar í Óðali eru nú langt komnir með grunnnám í stuttmyndagerð en það starf er metið til einkunna í valgreinum G.B. í samstarfi við félagsmiðstöðina
Um er að ræða grunnnámskeið í meðferð upptöku og klippitækja ásamt því að læra lögmál myndbyggingar. Nú er komið að verklegum þáttum og í vikunni var hafist handa við að gera handrit af mörgum stuttmyndum til að skila sem prófverkefnum.
Fimm af þessum unglingum eru í framhaldsnámskeiði en það er eingöngu verkleg vinna við upptökur og klippingar. Meðal verkefna er m.a. að taka upp körfuboltaleiki í vetur og marga viðburði í félagslífinu í Óðali og aðra menningarsamkomur í bæjarfélaginu.
ij.
 
Ps. Á myndina vantar 9. bekkinga sem voru í æskulýðsbúðum á Laugum Sælingsdal þegar myndin var tekin.
 

Share: