Steini Eyþórs hjólar hringveginn og safnar fyrir ADHD

júní 8, 2016
Featured image for “Steini Eyþórs hjólar hringveginn og safnar fyrir ADHD”

Af vef Skessuhorns.

Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, leggur af stað hjólandi hringveginn í dag, miðvikudaginn 8. júní. „Ég ætla ekki að vera með neinn æsing og stefni á að taka 16 daga í þetta,“ segir Steini þegar Skessuhorn hafði samband við hann. „Það eru svona að meðaltali um 85 kílómetrar á dag,“ bætir hann við. Steini byrjaði að hjóla fyrir tveimur árum og hjólaði Snæfellsnesshringinn síðasta sumar. Eftir það hefur hann verið staðráðinn í að hjóla hringveginn. Hann segir þessa ferð fyrst og fremst vera áskorun á sjálfan sig en einnig ætlar hann að láta gott af sér leiða og safna peningum fyrir ADHD samtökin. „Þetta málefni stendur mér nærri en ég á nokkur barnabörn sem eru greind með ADHD,“ segir Steini.

Hægt er að fylgjast með ferðinni á Facebook en þar hefur Steini opnað síðuna: „Athygli já takk hjólað hringinn.“ Reikningsnúmer fyrir söfnunina er: 354-13-200093 og Kennitala: 100354-7569.


Share: