Steinasafn Þórdísar í Höfn

maí 30, 2017
Featured image for “Steinasafn Þórdísar í Höfn”

Steinasafn Þórdísar í Höfn – Safnahús Borgarfjarðar

 

 

Sá mikilvægi áfangi náðist í Safnahúsi nú í maílok að lokið var við að greina, mynda og skrá steinasafn Náttúrugripasafns Borgarfjarðar auk þess sem búið var um gripina upp á nýtt og þeim komið í góðar geymslur. Þess má geta að þar með er Náttúrugripasafn Borgarfjarðar fyrsta safn sinnar tegundar sem skráir safnkost sinn í Sarp. Greiningu steinasafnsins annaðist Unnur Þorsteinsdóttir meistaranemi í jarðfræði en einnig komu Bryndís Ýr Gísladóttir og Rob Askew að verkinu. Ljósmyndun, skráning og frágangur var í höndum Halldórs Óla Gunnarssonar.  Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Safnaráði Íslands.  Stærsti hluti safnsins er steinasafn sem Þórdís Jónsdóttir, Höfn í Borgarfirði eystra gaf náttúrugripasafninu  árið 1983.  Má nú sjá safn Þórdísar á www.sarpur.is með því að smella hér.

Nánar um safnið á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar.


Share: