Stefnumótun í tómstundamálum

september 16, 2011
Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur nú að stefnumótun í tómstundamálum fyrir Borgarbyggð og leggur nefndin mikla áherslu á að fá íbúa til liðs við sig. Tillögur frá íbúafundi 1.september sl. hafa því verið settar í eitt skjal sem er nú birt á heimasíðu Borgarbyggðar; https://borgarbyggd.is/starfsemi/ithrotta-og-aeskulydsmal/stefnumotun/.
 
Tómstundanefndin óskar eftir athugasemdum, tillögum, vangaveltum og hverju því sem fólki kann að detta í hug við lesturinn. Skjalið mun verða opið í 10 daga, frá 16. til og með 26. september. Mun þá nefndin fara yfir allar tillögur og leggja drög að textaskjali sem mun birtast á síðunni 10. október og er þá aftur óskað eftir athugasemdum. Að því loknu verður lögð lokahönd á stefnumótunarskjalið og það síðan kynnt á fundi sem stefnt er að því að halda um miðjan nóvember.
 
Einnig er hægt að taka þátt í umræðum á facebooksíðu verkefnisins á https://www.facebook.com/event.php?eid=289040307779466.
 
Athugasemdir, tillögur, vangaveltur og hvaðeina óskast sent til starfsmanns stefnumótunarhópsins; Silju Steingrímsdóttur, á netfangið silja@borgarbyggd.is.
 

Share: