Stefnumót 2010-02-02

febrúar 2, 2010

Stefnumótsgestir
mynd_skessuhorn

Síðastliðinn laugardag 30. janúar var haldið “Stefnumót 2010” um atvinnu- og byggðamál í Borgarbyggð og nágrenni. Þingið var haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar undir styrkri stjórn Þórólfs Árnasonar. Alls tóku um 130 manns þátt í þinginu sem var öllum opið og sköpuðust líflegar umræður og góðar hugmyndir litu dagsins ljós í vinnu – og umræðuhópum. Nánar verður sagt frá niðurstöðum þingsins fljótlega þegar búið er að vinna úr og draga saman helstu niðurstöður og hugmyndir.
 

Share: