Stefnir í betri rekstrarafkomu Borgarbyggðar en áætlað var

desember 16, 2021
Featured image for “Stefnir í betri rekstrarafkomu  Borgarbyggðar  en áætlað var”

Samanburður á rekstri sveitarfélagsins fyrstu 10 mánuði ársins við fjárhagsáætlun leiðir í ljós að rekstarafkoma Borgarbyggðar er betri en áætlað var á þessum tíma árs eða um samtals 185 m. kr.

Skatttekjur sveitarfélagsins eru heldur hærri en gert var ráð fyrir og munar þar mestu um að staðgreiðsla er um 150 m. kr. hærri og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er 20 m. kr. meira en áætlað var. Útsvarstekjurnar eru enn fremur hærri í ár sem er í takt við fólksfjölgunina í sveitarfélaginu sem er mjög ánægjulegt og jákvæð þróun.

Niðurstaða ársins stefnir því í að vera jákvæð, sem er mjög ánægjulegt þar sem áætlunin gerði ekki ráð fyrir því á þessu ári.


Share: