Stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum 2018-2025

október 31, 2018
Featured image for “Stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum 2018-2025”

Stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum 2018-2025 var samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. október sl. Í stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum má finna framtíðarsýn sveitarfélagsins. Í henni koma fram helstu markmið og áherslur í málaflokknum.

Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og tómstundamálum stefni í sömu átt með það að markmiði að efla íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu.

Fjölbreytt val í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægt hverju samfélagi. Borgarbyggð hefur gegnum árin stutt við uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu í sveitarfélaginu auk aðstöðu til ýmiss konar útivistar. Þá á sveitarfélagið á og rekur þrjú íþróttahús og fjórar sundlaugar. Gott samstarf er við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) sem tók virkan þátt í mótun stefnunnar.

Stefna þessi er unnin á grunni tillagna og athugasemda sem komu fram á opnum íbúafundi um íþrótta- og tómstundamál sem stýrihópurinn stóð fyrir vorið 2018 og í samtölum við ýmsa hagsmunaaðila, m.a. nemendur í grunnskólum Borgarbyggðar.

Stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum má nálgast hér.


Share: