Stássmeyjarkvæði í Reykholti

febrúar 27, 2013
Stórtónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Stássmeyjarkvæði, verða í Reykholtskirkju sunnudaginn 3. mars næstkomandi kl. 20.00. Kristín A. Ólafsdóttir þjóðlagasöngkona flytur, ásamt fjölda hljóðfæraleikara, íslensk þjóðlög og þulur í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.
Hljóðfæraleikararnir sem koma fram með Kristínu:

Íris Dögg Gísladóttir fiðla
Elín Rún Birgisdóttir fiðla
Ásdís Runólfsdóttir víóla
Kristín Lárusdóttir selló
Gunnar Hrafnsson kontrabassi
Berglind Stefánsdóttir flautur
Össur Ingi Jónsson óbó og enskt horn
Grímur Helgason klarinett
Judith Þorbergsson fagott

Jóhann Björn Ævarsson horn
Óðinn Melsteð trompet
Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna
Sophie Marie Schoonjans harpa
Páll Eyjólfsson gítar
Svanhildur L Bergsveinsdóttir slagverk
Halldór Eldjárn slagverk


Share: