Starfsmenntabrautin í Gettu betur í kvöld

janúar 23, 2012
Starfsmenntabraut Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri keppir við Fjölbrautarskóla Suðurlands í Gettu betur í kvöld, mánudaginn 23. janúar. Keppni liðanna hefst kl. 19.30 á rás 2.Fyrir hönd Hvanneyringa keppa þeir Sigurður Heiðar Birgisson, Gylfi Sigríðarson og Jón Árni Magnússon. Þjálfari liðsins er Egill Gunnarsson nemi á þriðja ári í búvísindum við Landbúnaðarháskólann.
 

Share: