Laust er til umsóknar tímabundið starf í heimaþjónustu Borgarbyggðar.
Starfsmaður heimaþjónustu sinnir félagslegum stuðningi og aðstoð við almenn heimilisstörf á heimilum fólks. Hér er um að ræða starf fyrir jákvæðan og kraftmikinn einstakling sem hefur áhuga á því að starfa við heimaþjónustu.
Helstu verkefni:
- Einstaklingsmiðuð og sveigjanleg þjónusta við aldraða/öryrkja á heimilum þeirra
- Aðstoð við heimilishald: Þrif, matseld, innkaup
- Samráð við notendur þjónustu
Hæfniskröfur:
- Reynsla af heimilisstörfum
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt
- Stundvísi
- Góð íslensku kunnátta skilyrði
- Aldur yfir 20 ár
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Pétursdóttir í síma 840 1525.