Starfsfólk óskast í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi

apríl 15, 2020
Featured image for “Starfsfólk óskast í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi”

Störfin sem um ræðir felast í sumarafleysingum og einnig er 20% framtíðarstarf í boði sem unnið er aðra hverja helgi. Störfin felast í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu.

Leitað er að metnaðarfullu, hressu og jákvæðu starfsfólki með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Umsækjendur þurfa helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um störfin.

Umsóknarfrestur er til  og með 27. apríl 2020. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skal senda til Guðbjargar Guðmundsdóttur forstöðumanns á netfangið gudbjorgg@borgarbyggd.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 893-9280, milli kl. 8:00 og 16:00, virka daga.


Share: