Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf.
Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu í kvennaklefum, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á börnum og
unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Laun samkv. kjarasamningum SFB.
Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnipróf sundstaða.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
· Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11.
· Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 7. nóv. 2000.
· Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna.
Nánari upplýsingar gefur:
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma: 437-1224.