Starf fjármálafulltrúa laust til umsóknar

maí 17, 2011

Starf fjármálafulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar er laust til umsóknar.

Umsóknarfrestur er til 31. maí n.k.

 
 
Helstu verkefni fjármálafulltrúa eru:

  • Umsjón með fjármálum sveitarfélagsins
  • Gerð greiðsluáætlana
  • Samskipti við bankastofnanir
  • Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim
  • Umsjón með innheimtu
  • Umsjón með innkaupum

 
Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfinu en góð reynsla af sambærilegu starfi kemur einnig til greina
  • Þjónustulund, áhugi og metnaður
  • Reynsla af umsýslu með fjármál æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

 
Laun skv. kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í síðasta lagi 01. ágúst 2011.
Umsóknir skulu berast undirrituðum á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi í síðasta lagi 31. maí 2011.
 
Nánari upplýsingar gefa Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri eirikur@borgarbyggd.is s: 433-7100 eða Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri pall@borgarbyggd.is s: 433-7100.
 
Skrifstofustjóri
 

Share: