Staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs í Borgarbyggð

júní 26, 2020
Featured image for “Staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs í Borgarbyggð”

Borgarbyggð auglýsir starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Viðkomandi verður einn af þremur sviðsstjórum sem heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti Borgarbyggðar.

Undir fjölskyldusvið heyra félagsþjónusta, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, æskulýðsmál, forvarnarmál, leik-, grunn- og tónlistarskóli og íþrótta- og tómstundamál. Markmið sviðsins er meðal annars að stuðla að barnvænu, heilsueflandi og valdeflandi samfélagi.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir, stefnumörkun og samþykktir sveitarstjórnar, fjárhagsáætlun og greiðsluáætlanir á hverjum tíma.

Starfssvið

 • Umsjón með gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana, starfs- og framkvæmdaáætlana sem undir sviðið heyra
 • Framkvæmd verkefna í samræmi við samþykktir sveitarstjórnar hverju sinni
 • Undirbúningur og framkvæmd stefnumótunar og áætlanagerðar
 • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sviðið
 • Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitarfélagsins og aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins
 • Önnur verkefni sem undir sviðið heyra hverju sinni

Menntunar og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi er skilyrði
 • Þekking á lögum og reglugerðum í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið er skilyrði
 • Haldbær reynsla af stjórnun og opinberri stjórnsýslu í málaflokkum sviðsins
 • Reynsla af stefnumótun, verkefnastjórnun og áætlanagerð
 • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð samskiptahæfni

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 14. júlí n.k.

Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is


Share: