
Það voru stelpur og strákar í 4. flokki knattspyrnudeildar Skallagríms sem vígðu nýju töfluna í skemmtilegum leik Skallagríms og Snæfellinga (sameiginlegt lið úr Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi). Leikurinn endaði 10 – 2 fyrir Skallagrími og vonandi fær taflan mörg tækifæri til að sýna svo fínar tölur í leikjum Skallagríms í framtíðinni. Þá er taflan jafnframt klukka sem sýnir fjölmörgum trimmurum sem ganga og skokka á vellinum á hverjum degi hvað tímanum líður. Sparisjóði Mýrasýslu eru færðar bestu þakkir fyrir góða og kærkomna gjöf.