SPM gefur skortöflu

júlí 20, 2007
Í vikunni var sett upp ný skortafla á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Það var Sparisjóður Mýrasýslu sem gaf þessa rausnarlegu gjöf. Taflan, sem er að gerðinni Mondo, leysir af hólmi gömlu vallartöfluna sem var orðin ónýt vegna sjávarseltu. Nýja taflan er þannig uppsett að auðvelt er að taka hana niður á haustin og ætti hún því að endast lengur en sú gamla, sem þó var orðin 12 ára.
 
Það voru stelpur og strákar í 4. flokki knattspyrnudeildar Skallagríms sem vígðu nýju töfluna í skemmtilegum leik Skallagríms og Snæfellinga (sameiginlegt lið úr Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi). Leikurinn endaði 10 – 2 fyrir Skallagrími og vonandi fær taflan mörg tækifæri til að sýna svo fínar tölur í leikjum Skallagríms í framtíðinni. Þá er taflan jafnframt klukka sem sýnir fjölmörgum trimmurum sem ganga og skokka á vellinum á hverjum degi hvað tímanum líður. Sparisjóði Mýrasýslu eru færðar bestu þakkir fyrir góða og kærkomna gjöf.

Share: