Knattspyrnu- og körfuboltavellir á Bifröst

júlí 23, 2007
Útiaðstaða til boltaíþrótta á Bifröst hefur batnað mikið nú í sumar. Búið er að koma upp körfum á malbikuðum körfuboltavelli, auk þess sem keypt voru lítil fótboltamörk og komið fyrir á litlum gras sparkvelli. Nýr gervigrasvöllur verður svo vígður í haust, en framkvæmdir við hann standa nú yfir. Einnig er unnið að gerð nýs sparkvallar á Hvanneyri. Á myndinni eru unglingar á Bifröst að merkja körfuboltavöllinn.
 

Share: