Sparisjóðsmótið í knattspyrnu

júní 28, 2007
Um síðastliðna helgi fór Sparisjóðsmótið í knattspyrnu fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Var þetta 14. árið í röð sem mótið er haldið, en fyrstu árin var það Búnaðarbankinn, síðan KB-banki, sem styrkti mótið. Keppt var í fjórða og fimmta flokki stúlkna og fjórða til sjöunda flokki drengja. Tíu 10 félög sendu alls 42 lið til keppninnar, þar af eitt félag með tvö lið frá Ullensaker í Noregi, vinabæ Borgarbyggðar. Þátttakendur voru um 330 talsins, sem er heldur færra en verið hefur. Ákveðið hefur verið að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að fara yfir stöðuna og gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi mótsins. Kristmar Ólafsson leiðir þá vinnu. Meðfylgjandi myndasyrpu tók Sigríður Leifsdóttir.
 

Share: