Vegna páskahelgarinnar breytist sorphirða lítillega. Sorp verður hirt í þéttbýliskjörnum á laugardegi fyrir páska, í stað þriðjudags eftir páska eins og sorphirðudagatal segir til um.
Endurvinnslutunnan verður sótt samkvæmt sorphirðudagatali.
Móttökustöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Laugardaginn 20. apríl er opið milli kl. 10:00 og 14:00.
Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar