Sorphirða og sorphirðudagatöl

janúar 26, 2015
Eins og íbúar Borgarbyggðar hafa orðið varir við hafa verið nokkrar tafir á sorphirðu undanfarið. Fyrir því eru nokkrar ástæður m.a. slæmt veður og sú óheppilega staða kom upp að þrír bílar biluðu á sama tíma og ekki reyndist unnt að fá „afleysingabíla“ fyrir þá alla meðan á viðgerð stóð. Nú er reiknað með að það taki fram í miðja næstu viku að vinna upp þessar tafir. Beðist er velvirðingar á þessum töfum og íbúum er þökkuð sú þolinmæði sem þeir hafa sýnt ástandinu.
Nú eru komin sorphirðudagatöl fyrir árið 2015 og þau má sjá hér:
 

Share: