Sorphirða í dreifbýli

júlí 18, 2014
Sorphirða í dreifbýli mun hefjast vikuna 21. – 25. júlí. Þá verður tæmt úr þeirri tunnu sem er fyrir almennt sorp. Byrjað verður í upphafi vikunnar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og endað í lok vikunnar í Andakíl. Ekki er hægt að setja enn til um hvernig hirðu muni miða út vikuna.
 
Sorphirðudagatal mun verða sent á öll heimili í dreifbýli í næstu viku á baksíðu Íbúans og einnig mun það koma með handbókinni sem send verður bráðlega til þeirra sem hafa nýlega fengið tunnur og endurvinnslukör.
 
Það mun væntanlega ekki verða hnökralaus hirðing á úrgangi í dreifbýli til að byrja með og eru íbúar beðnir að sýna þolinmæði á meðan þetta er að komast í eðlilega rútínu. Ef einhverjir telja sig ekki hafa fengið þá þjónustu sem þeir hefðu átt að fá eftir sorphirðu næstu viku eru þeir vinsamlegast beðnir að láta Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa vita i gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is eða hafa samband með því að hringja á skrifstofu ráðhúss Borgarbyggðar í síma 433-7100. Það sama á við ef einhverjir hafa ekki enn fengið tunnur en telja sig eiga að fá þær.
 

Share: