Sópransöngkonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Sigrún Björk Sævarsdóttir halda tónleika í heimabæjum sínum, Borgarnesi og Stykkishólmi. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarneskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.00 og þeir seinni í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 29. ágúst kl. 20.00. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Á tónleikunum verður flutt blönduð dagskrá með þekktum íslenskum sönglögum og óperuaríum.
Sigríður Ásta stundaði nám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar til margra ára en stundar nú nám við Sögskólann í Reykjavík á framhaldsstigi. Sigrún Björk stundaði nám við Tónlistarskóla Stykkishólms en er nú að útskrifast frá Söngskólanum í Reykjavík og stefnir á framhaldsnám í Þýskalandi.
Aðgangseyrir 1500kr. Enginn posi er á staðnum
Frítt fyrir 14 ára og yngri
Frítt fyrir 14 ára og yngri