Söngleikurinn ,,Grenitréð” í flutningi kórs Tónlistarskóla Borgarfjarðar

desember 3, 2008
Tónlistarskóli Borgarfjarðar veður með jólasöngleikinn „Grenitréð“ nú í desember. Flytjendur er kór skólans en hann skipa um 20 nemendur á aldrinum 7 – 12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri stýrir bæði söng og leik og Birna Þorsteinsdóttir leikur með á hljóðfæri auk þess að semja eitt lag í söngleiknum. Leikurinn fjallar um grenitré sem langar að verða skreytt inni í stofu og inn í söguna fléttast jólasöngvar eftir ýmsa höfunda.
Sýningarnar verða þrjár, frumsýning sunnudaginn 7. desember kl. 16:00 og einnig verða sýningar mánudaginn 8. desember kl. 18:00 og þriðjudaginn 9. desember kl. 18:00.
Það er nóg um að vera í Tónlistarskólanum, en jólatónleikar skólans verða síðan dagana 11. – 17. desember.
 
Myndin sýnir kórinn á æfingu. Mynd: Theodóra Þorsteinsdóttir.
 

Share: