Söngleikjasýning í Tónlistarskólanum

mars 2, 2020
Featured image for “Söngleikjasýning í Tónlistarskólanum”

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir atriði úr Litlu Ljót og Ávaxtakörfunni núna í byrjun mars. Sýningarnar verða í sal skólans og er frumsýning þriðjudaginn 3. mars kl. 18:00. Önnur sýning verður miðvikudaginn 4. mars kl. 18:00 og síðasta sýningin föstudaginn 6. mars kl. 18:00.

Þessir tveir söngleikir eiga það sameiginlegt að fjalla um einelti og að skilja útundan. Allt fer þó vel ef við vinnum saman og sýnum náungakærleika. 

Alls taka 19 nemendur þátt í sýningunni á aldrinum 5-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri er tónlistarstjóri sýningarnar og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikstjóri. Birna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó.

Gert er ráð fyrir einungis þessum þrem sýningum og er því gott að tryggja sér miða en sætafjöldi er takmarkaður. 

Miðapantanir í síma 864 2539 eða á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is

 

Börnin í sýningunni ásamt Birnu píanóleikara. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir tók myndina.

 


Share: