Söngleikadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir Dýrin í Hálsaskógi

maí 2, 2023
Featured image for “Söngleikadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir Dýrin í Hálsaskógi”

Þann 5. og 6. maí nk. mun Söngleikjadeild Tólistarskóla Borgarfjarðar sýna Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner, í sal Grunnskólans í Borgarnesi.

Söngleikjadeildin er skipuð 25 börnum á aldrinum 7-14 ára og hafa þau verið að æfa þetta skemmtilega leikrit á vorönninni. Theodóra Þorsteinsdóttir er umsjónarmaður og tónlistarstjóri og hefur með sér dætur sínar, þær Sigríði Ástu Olgeirsdóttur, sem sér um leikstjórn og Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur, sem leikur með á píanó. Sigríður Ásta setti saman leikgerð, sem hentar hópnum, úr þýðingu Huldu Valtýsdóttur og eru söngtextaþýðingar eftir Kristján frá Djúpalæk.

Theodóra er einkum ánægð með að hafa fengið stelpurnar sínar með sér í þetta verkefni í vetur, en þær komu heim eftir tónlistar- og leiklistarnám erlendis. Það er frábært fyrir Borgarbyggð að fá að njóta krafta þeirra. Þær mægður eru mjög ánægðar með þá foreldra sem eru að aðstoða sig. Þetta er mikill fjöldi kröftugra barna og eru þær mjög stoltar af þeim.  Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör á æfingum og börnin eru að njóta sín í söng og leik. 

Sýningarnar verða sem fyrr segir föstudaginn 5. maí kl. 18:00 og laugardaginn 6. maí kl. 13:00, í sal Grunnskólans í Borgarnesi. Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn, en börn á leikskólaaldri frá frítt inn. Miðasalan er við innganginn og það er ekki posi á staðnum.

Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að fjölmenna á þessar frábæru sýningar.


Share: