Sölusýning hjá ,,utangarðslistamönnum“

nóvember 29, 2007
Á sunnudaginn kemur, 2. desember, verða Borgfirskir utangarðslistamenn(outsiders art) með sölusýningu í Gallerý Brák kl. 17:00.Á sýningunni verða til sölu glerlistaverk sem listamennirnir hafa unnið í Gallerý Brák í haust og er hún haldin m.a. til að fjármagna ferð þeirra á samsýningu erlendis á næsta ári. Verkefnið „Outsiders art“ er unnið í samstarfi við hollenska aðila um að skapa starfsaðstöðu fyrir fatlaða til listsköpunar.
Frekari upplýsingar um þennan hóp listamanna og myndir má nálgast á heimasíðu þeirra. Sjá hér.

BOÐSMIÐI á sýninguna.

 
Mynd: Gísli Einarsson

Share: