Samverustund á aðventunni í Borgarnesi

nóvember 30, 2007
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við hlið ráðhúss) í Borgarnesi næstkomandi sunnudag þann 2. desember kl. 17.00*.
Dagskrá af sviði sem Landflutninga-Samskip útvega af þessu tilefni nú sem oftar:
Ávarp Bjarka Þorsteinssonar forseta sveitarstjórnar
Steinka og Gúi skemmta
Jólasveinarnir koma af fjöllum og gleðja börnin
Heitt súkkulaði verður veitt á staðnum.
Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar – allir velkomnir
*Ef veður er slæmt verður athöfninni frestað og það auglýst sérstaklega
 

Share: