Síðasta söfnun á rúlluplasti þetta vorið fer fram vikuna 23. – 27. maí.
Líkt og undanfarið hefst söfnunin í vestanverðu sveitarfélaginu og síðari hluta vikunnar verður bíllinn á ferð sunnan megin Hvítár.
Gert er ráð fyrir að flestir bæir séu á söfnunarlista verktakans en ef talið er að svo sé ekki, er hægt að láta vita í Ráðhúsi Borgarbyggðar s. 433-7100 eða hafa samband við Einar hjá Íslenska gámafélaginu í síma 840-5780.