Áætlað er að söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð verði þrisvar sinnum í ár, 16.-20. mars, 22.-26. júní og 23.-27. nóvember. Þeir sem óska eftir að láta sækja til sín rúlluplast eru beðnir að senda póst á netfangið embla@borgarbyggd.is eða láta vita í síma 433 7100.
Frágangur á plasti þarf að vera þannig að annað hvort verði það sett í stórsekki eða pressað og bundið saman svo gott sé að koma því á bíl. Ekki er hægt að taka plast sem bundið hefur verið í rúllubagga né það sem er laust. Baggaböndin skal setja sér í glæra plastpoka.
Söfnunin verður svo nánar auglýst þegar nær dregur.