Söfnun á heyrúlluplasti 30. jan. – 3. febrúar

janúar 25, 2017
Featured image for “Söfnun á heyrúlluplasti 30. jan. – 3. febrúar”

Íslenska gámafélagið sækir heyrúlluplast til bænda dagana 30. janúar  – 3. febrúar.  Líkt og undanfarið hefst söfnunin í vestanverðu sveitarfélaginu og síðari hluta vikunnar verður bíllinn á ferð í uppsveitum Borgarfjarðar. Allir þeir sem vilja láta sækja plast til sín eru beðnir að senda upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer beint til Gunnars hjá Íslenska Gámafélaginu á netfangið gunnarh@igf.is  eða hafa samband í síma 840 5847. Upplýsingar um frágang og geymsluaðferðir er að finna á bls. 17 í handbók um sorphirðu í dreifbýli sem er hér: https://borgarbyggd.is/Files/Skra_0067758.pdf


Share: