Söfnun rúlluplasts hefst 30. ágúst

ágúst 28, 2025
Featured image for “Söfnun rúlluplasts hefst 30. ágúst”

Söfnun á rúlluplasti hefst helgina 30.–31. ágúst.
Bílstjóri mun hafa samband við þá aðila sem plast hefur verið sótt til áður. Gert er ráð fyrir að byrja vestan við Borgarnes og halda áfram í Norðurárdal, Stafholtstungur og svo framvegis.
Bændur eru vinsamlegast beðnir um að hafa plastið aðgengilegt og vel pakkað til að auðvelda söfnunina.


Share: