Unnið er að snjómokstri eins og fært er eftir illviðri helgarinnar og töluverða snjókomu nú í nótt. Forráðamenn bíla og annarra ökutækja í þéttbýlinu eru vinsamlegast beðnir um að taka tillit til þessa ástands þegar bílum er lagt. Með tillitssemi og samvinnu alllra þá gengur hreinsunarstarf greiðlegar fyrir sig öllum til hagsbóta. Snjómokstursfulltrúar kalla verktaka til verka úti í héraðinu eins og þörf krefur.